Velkominn í Himmaríki

mánudagur, júlí 21, 2008

Jude Law, vinur minn

Lesið frétt hér

Herdís var að spjalla við mig í símann í hádeginu á fös og segir mér þá fregnir að Jude Law hafi verið að versla í kringlunni.

eftir hádegi var ég inná Lager í vinnuni á föstudag þegar Selma sem vinnur með mér kemur með símann í hendinni hálf sleginn og segir; Hilmar þú varst að hér í hádeginu þegar ég var í mat. Kom JUDE LAW hingað???

Ég náttúrulega kvikindið sem ég er segi sallarólegur Já bara til að sjá svipinn á henni segi henni svo að svo hafi verið ekki eða jú hann kom, bara svona til að sjá svipinn á henni aftur og svo til að tryggja að hin búðinn sem var að hringja yrði öfundsjúk (einhverra hluta vegna eru kvenmenn voða spenntar fyrir þessum gaur).

Ég spyr svo hver sé í símanum og hún segir Ehhh DV

Ég náttúrulega gríp símtólið sem æðsti yfirmaður á svæðinu og segi við blaðamanninn að hann hafi ekki sést hér í skeifunni í meira en ár og ef hann hefði komið hefði ég ekki sagt honum það. Bara svona til að halda í trúnað við viðskiptavininn. Bara eins og ég fer ekki að gefa upp hvaða skóstærð fóstran hans Jude Law notar.

Ég lík svo símtalinu við blaðamanninn sem var reyndar mjög kurteis, ekki eitthvað sem maður hafði ímyndað sér með blaðamann DV. Með því að segja honum bara svona okkar á milli að ég hefði heyrt að hann hefði verið í kringlunni áðan og eflaust í 66°norður þar.

Já krakkar, svona verða fréttirnar til inná Lager í FAXAFENI ekki Skeifunni

þriðjudagur, júní 17, 2008

Hraundrangi klifinn

Hraundrangi

þriðjudagur, júní 03, 2008

Hvannadalshnúkur 31.maí 2008

Jæja þá var toppnum loks náð, þetta verður ekki toppað á Íslandi allavega.
næst á Dagskrá Hraundrangi 16.júní

Setti inn Myndir á síðun sem þið getið skoðað ef áhugi er fyrir hendi.

Kv. Himmi háfjallafari


Hvannadalshnúkur 2008

mánudagur, apríl 07, 2008

Eitt skref, tvö skref


Þá má með sanni segja að þessi mikli gönguvetur ætli engan endi að taka. Það styttist jú í sumarið en þá taka bara fleiri göngur við og útilegur vonandi.

Síðustu helgi var skellt sér á Vífilfell og svo næstu helgi er það Eyjafjallajökull.
Gangan gekk vel þrátt fyrir smá frost og klaka og sannaðist máltækið betra er að vera vel klæddur en um of klæddur.

Þangað, eða hingað til næst

Himmi

mánudagur, febrúar 25, 2008

Fjallanga

Ef maður fer oft í fjallgöngur, þá er maður oftar en ekki að koma af fjöllum. Ég og Jakarnir Reynir og Halldór skelltum okkur á Skálafell á Hellisheiði í gær. Frábært útsýnisfjall en frekar kalt.
Allt liður í því að koma sér í gott form fyrirHvannadalshnjúkinn.













Við Herdís og Palli bróðir hennar skelltum okkursvo á snjóbretti deginum áður, svo eftir þessa helgi er ég þreyttur í löppunum. Næstu helgi er svo Skarðsheiði með 66°norður og Fjalleiðsögumönnum


Þangað til þá, klæðið ykkur vel

föstudagur, janúar 25, 2008

Jah hérna

ég var nú bara búinn að gleyma þessu bloggi


Ég er semsagt bara heima núna með Búra og við erum að plana framtíðina saman.


Alltaf sama sagan allt gott að frétta byrja að vinna aftur í mars og e einhver hefur á hyggju að gerast dagmamma, þá endilega látið mig vita ég er með vinnu fyrir þig.


Annars er ég að fara til München á morgun með 66norður á ISPO að skoða útivistar dót og svo stefni ég á að fara á Hnjúkinn með þeim þegar líður á árið.
Fyrir þá sem hafa áhuga á þessu verkefni bara mætið á kynninguna.

Jæja þarf að fara skipta á kúkableyju og gefa grísnum að borða.


seinna meir...

sunnudagur, nóvember 04, 2007

November rain

Nóvember gekk í garð og ég ákvað að skrifa kannski inn eina færslu hingað.
Maður er bara alltaf að hjakka í sama farinu, ala upp barn vinna vinnuna sína og þess á milli ala upp barn og vinna vinnuna sína.
Það er óhætt að segja líf manns breytist töluvert þegar maður verður foreldri.
Svo fer bara að koma desember og þá ferir maður minna að því að ala upp barn og vinna meira. En örvæntið ekki uppeldið ætti ekki að fara til spillist þar sem að ég get verð að öllum líkindum heima í janúar og febrúar. Bara ég og Arngrímur búri, just the two of us.

Annars erum fjölskyldan og Amma að norðan að fara í smá túr til USA næsta föstudag til að sjoppa og hafa gaman.

Jájá fleira var það ekki